Láttu þá mæla þig snemma á morgnana. Milli hverra hryggjaliða eru liðþófar, alls 23 talsins en þeir eru vökvafylltir að hluta og þjóna dempandi hlutverki fyrir hryggsúluna þannig að þyngdarkraftarnir sem verka á hryggsúluna hafa ekki eins slæm áhrif á beinin. Þar sem liðþófinn er vökvafylltur þá síast hluti vökvans úr liðþófanum yfir daginn fyrir tilstilli þyngdarkrafta jarðarinnar og álags og getur munað heilum 2 cm. á mældri líkamshæð að morgni og kvöldi sökum þessa. Sama orsök er að baki minnkandi hæðar með aldri en með hækkandi aldri minnkar vökvainnihald liðþófans og bil milli hryggjarliða minnkar og þannig dregur úr heildarlíkamshæð.