Nýi konunglegi erfinginn fæddist án mikilvægra beina í líkamanum

Nýi konunglegi erfinginn fæddist án mikilvægra beina í líkamanum

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle fögnuðu komu frumburðar síns í gær. Drengurinn fæddist án tveggja mikilvægra beina í líkamanum, hnéskeljanna, eins og við gerum reyndar öll. Hnéskeljarnar, eða patellae, eru stærstu sesambein líkamans, en sesambein eru bein sem liggja í sin eða mjúkvef og mynda ekki liði með öðrum beinum. Hnéskelin er við fæðingu mjúkur brjóskvefur sem liggur inni í sin stóra framanlærisvöðvans (m. quadriceps) en beingerist ekki fyrr en við 3 – 6 ára aldur. Hlutverk hnéskeljarinnar er að verja framanverða hnjáliði fyrir hnjaski og gegnir mikilvægu hlutverki í hreyfingum hnjáliða og þá sérstaklega í hnéréttu.