Á tímum heimsfaraldurs sem leggst harkalega á lungun þá er mikilvægt að rifja það upp að við getum tamið okkur lifnaðarhætti sem hafa jákvæð áhrif á lungnaheilsu og þannig hjálpað líkamanum að berjast gegn sjúkdómum sem herja á lungun.
- Ekki reykja
Reykingar eru helsti orsakavaldur lungnakrabbameina (90%) og langvinnrar lungnateppu (langvinn berkjubólga og lungnaþemba)
- Forðastu reyk og aðstæður þar sem reykur eða smáar agnir finnast í loftinu sem þú andar að þér eða notaðu grímu þegar það er óhjákvæmilegt (óbeinar reykingar, ryk, reykur o.s.frv.)
- Temdu þér sýkingavarnir
- Handþvottur eða spritt þar sem handþvottar nýtur ekki við
- Forðast margmenni á flensutímabilum
- Flensusprautur (Bólusetningar vegna inflúensu)
- Góð tannheilsa getur komið í veg fyrir að sýklar í munni valdi sýkingum
- Burstaðu tennurnar 2x á dag
- Farðu í skoðun hjá tannlækni á 6 mánaða fresti
- Tileinkaðu þér góða líkamsstöðu
- Með góðri líkamsstöðu bætir þú afkastagetu lungnanna miðað við t.d. slæma samankeyrða líkamsstöðu með framdregnar axlir. Þannig getur þú bætt þan lungnanna og þol þitt með betri líkamsstöðu.
- Drekktu vatn
- Vatnsdrykkja hjálpar við að þynna slímið í öndunarveginum. Vökvaskortur í ĺikamanum og ákveðnir sjúkdómar geta valdið þykknun á slíminu í öndunarvegum sem gerir það erfiðara að hósta slíminu upp og getur truflað heilbrigða öndunarstarfsemi.
- Stundaðu hreyfingu
- Við þjálfun þurfa hjartað og lungun að leggja meira á sig við að flytja aukið súrefni vegna aukinnar súrefnisþarfar vöðva líkamans. Eftir því sem líkamlegt form batnar eykst skilvirkni líkamans við að nýta súrefnið sem lungun framleiða.
- Styrktarþjálfun og öndunaræfingar geta styrkt öndunarvöðvana okkar (þindina og millirifjavöðvana sem sinna aðalhlutverki við öndun).
- Hreyfing hefur margar jákvæðar afleiðingar, dregur úr líkum á alvarlegum sjúkdómum (hjartasjúkdómum, heilablóðfalli, sykursýki, og ákveðnum tegundum krabbameina). Hreyfing styrkir beinin, eykur liðleika og snerpu, dregur úr þyngdaraukningu og bætir svefn. Regluleg hreyfing vinnur gegn kvíða og þunglyndi, bætir athygli og minni og dregur úr líkum á heilabilun.
(Heimildir; Samtök lungnasjúklinga https://www.lungu.is/lungnathjalfun, Bandarísku lungnasamtökin https://www.lung.org/lung-health-diseases/wellness/exercise-and-lung-health og Krabbameinsfélag Íslands https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/krabbamein-a-o/lungnakrabbamein/?gclid=Cj0KCQjwjoH0BRD6ARIsAEWO9DvWQtaEdP9pS7_sNpYCwr7POVaVS-Cqigi8hpFkhpAbxTfG7Snx5TkaAn7LEALw_wcB)