Hildur Sólveig fylgdi U17 landsliði kvenna í handbolta síðustu helgi til Slóvakíu þar sem stúlkurnar áttu tvo vináttulandsleiki við landslið Slóvakíu. Fyrri leikurinn tapaðist með 9 mörkum en íslensku stúlkurnar lögðu vel við hlustir á ráð þjálfara sinna og komu tvíefldar í seinni leikinn þar sem Slóvakarnir rétt mörðu jafntefli. Á sunnudagsmorgninum gafst Hildi Sólveigu tækifæri til að flytja fyrirlestur Leiðarvísis líkamans sem var sérstaklega sniðin að þeim og fjallaði um mikilvægi góðrar líkamsstöðu og líkamsbeitingar, mikilvæga þætti í meiðslaforvörnum og mikilvægi andlegrar heilsuræktar. Stúlkurnar voru virkilega áhugasamar og fróðleiksfúsar.
Leiðarvísir líkamans í Slóvakíu
- Post Author:Hildur Sólveig Sigurðardóttir
- Post published:09/07/2019
- Post Category:Fréttir