Í dag er alþjóðlegi geðheilsudagurinn og af því tilefni setur Leiðarvísir líkamans fram tólf ráð sem eru mikilvæg við andlega heilsurækt. Mikil vakning hefur orðið í þessum málaflokki á undanförnum árum og brýn nauðsin að svo verði áfram.
- Reglulegur og góður svefn
- Regluleg hreyfing dregur úr þunglyndi og kvíða og eykur vellíðan
- Hollt og gott matarræði, neyttu fæðu með lágum sykurstuðli en fæða með háan sykurstuðul veldur hraðri og mikilli hækkun á blóðsykri sem hefur áhrif á andlega líðan.
- Takmarkaðu notkun ávanabindandi efna, en m.a. reykingar og áfengisnotkun hafa neikvæð áhrif á andlega líðan
- Njóttu náttúrunnar og útivistar, D-vítamín sólarljóssins hefur jákvæð áhrif á andlega líðan og líkamleg áreynsla við útivist hefur góð áhrif á svefn og andlega heilsu
- Félagslegur stuðningur, sjálfboðastörf. Sæktu í félagslegan stuðning, ef ekki fjölskyldu eða vina þá eru óteljandi félagasamtök í hverju samfélagi sem taka fagnandi á móti nýjum meðlimum.
- Gerðu góðverk, það eykur framleiðslu hamingjuboðefna heilans
- Settu þér raunhæf markmið, að setja markmið of hátt í sífellu (ætla að byrja 4x í viku í ræktinni, missa 10 kg á 1 mánuði, hætta að reykja á morgun) getur valdið því að þú átt of erfitt með að ná markmiðum þínum, mistekst og missir þ.a.l. trúna á eigin getu. ,,Þú þarft ekki að horfa upp allan stigann, byrjaðu bara á fyrsta þrepinu” (M.L. King)
- Hlæðu og brostu, það dregur úr þunglyndi og kvíða
- Taktu lýsi, sýnt hefur verið fram á sterk tengsl milli lágrar þéttni omega 3 fitusýra í blóðvökva og geðhvarfaveiki, þunglyndi og geðklofa.
- Ræktaðu áhugamálin þín
- Vertu óhrædd/ur við að gera mistök, eina leiðin til að gera ekki mistök er að gera ekki neitt.
Ekki hika við að leita þér hjálpar fagaðila ef þú hefur áhyggjur af andlegri heilsu þinni