Þjáist þú af heilsufarsvandamáli á borð við þunglyndi, ofþyngd, háan blóðþrýsting, gigt, sykursýki, langvarandi verki eða kransæða-/lungnasjúkdóm sem vísindalega hefur verið sannað að hreyfing hafi jákvæð áhrif á? Hreyfiseðill er frábært meðferðarúrræði þar sem hreyfistjóri á heilsugæslu aðstoðar þig við að setja þér raunhæf markmið til að gera hreyfingu hluta af þínum lífstíl. Við eigum einn líkama og hann þarf að endast okkur út ævina, vilt þú gera það sem í þínu valdi stendur til að bæta þín eigin lífsgæði og lífslíkur? Hafðu samband við næstu heilsugæslu ef þú vilt vita meira um þjónustuna.
Hreyfiseðill
- Post Author:Hildur Sólveig Sigurðardóttir
- Post published:20/02/2019
- Post Category:Fréttir