Bakskólinn er fjögurra vikna námskeið sem er uppsett af ýmis konar fróðleik sem skiptir máli þegar verið er að kljást við bakverki, þ.á.m. líffærafræði hryggjar, góða líkamsstöðu og líkamsbeitingu, æskilegar vinnustellingar, einföld ráð til sjálfshjálpar, æskileg æfingaform til framtíðar og ýmsan áhugaverðan fróðleik um mannslíkamann. Þar á eftir er farið í markvissa líkamsstöðu- og líkamsbeitingarþjálfun ásamt styrktarþjálfun fyrir djúpu kvið- og bakvöðvana, liðkandi æfingar fyrir bakið, jafnvægisþjálfun og teygjur.
Veiti fjölbreytta ráðgjöf til fyrirtækja
- Úttekt á vinnuaðstæðum starfsmanna þar sem farið er yfir áhættuþætti og leiðir til úrbóta.
- Sérhæfð fræðsla um líkamsbeitingu og vinnustellingar
- Viðurkenndur sérfræðingur Vinnueftirlitsins um öryggi og heilbrigði á vinnustað
- Viðurkenndur vinnuvistfræðiráðgjafi frá The Back School, Atlanta, Georgia
Býð upp á fjölbreytta fyrirlestra fyrir ólíka hópa sem m.a. stuðla að aukinni þekkingu á góðri líkamsstöðu, líkamsbeitingu, líkamsvitund og almennum fróðleik um mannslíkamann
- Grunnskólanemendur
- Félagasamtök
- Vinnustaðir
- Íþróttafélög
- ofl.
VINNUVISTFRÆÐI RÁÐGJÖF
VILT ÞÚ MINNI FJARVISTIR, BÆTTAN STARFSANDA, AUKNA FRAMLEIÐNI OG FÆRRI VINNUTENGD MEIÐSLI?